Fögnum helginni með sjómönnum og risaeðlum!

Hátíð hafsins er ein af skemmtilegri hátíðum ársins
Hátíð hafsins er ein af skemmtilegri hátíðum ársins mbl.is/Styrmir Kári

Fjöl­skyld­an á mbl.is er í sam­starfi við viðburðavef­inn Úllend­úl­len.is um viðburði helgar­inn­ar hverju sinni og hér hafa þeir tekið sam­an hvað fjöl­skyld­ur geta gert skemmti­legt sam­an: 

Það er heil­mikið að gera um helg­ina. Helg­in er hátíð hafs­ins og er Sjó­mannadag­ur­inn hald­inn hátíðleg­ur víða um land. Þá er nú al­deil­is mikið að gera fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Veður­spá­in er líka al­veg ágæt, spáð skýjuðu og þoku­bökk­um á laug­ar­dag og 8-18 stiga hita að deg­in­um og pínu­lít­illi súld. Á sunnu­dag, sem er hinn eig­in­legi Sjó­mannadag­ur, er spáð vest­lægri átt og létt­skýjuðu víða.

Í Reykja­vík verður hafið hyllt alla helg­ina al­veg frá Hörpu og niður á Granda bæði laug­ar­dag og sunnu­dag.

Á sama tíma er Lista­hátíð í Reykja­vík í full­um gangi. Heil­mikið húll­um­hæ verður í miðbæn­um í til­efni af hátíðinni. Bú­ast má við hell­ing af fólki, sér­stak­lega þegar risaeðlur fara á stjá.

Risaeðlur koma við sögu um helgina
Risaeðlur koma við sögu um helg­ina mbl.is/​Lista­hátíð í Reykja­vik

Hér eru hug­mynd­ir fyr­ir helg­ina:

Laug­ar­dag­ur:

  • Hol­lenski götu­leik­hóp­ur­inn Close-Act Thea­ter hef­ur búið til risaeðlur sem munu þramma um göt­ur Reykja­vík­ur klukk­an 14:00. Gang­an hefst við Iðnó. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér 
  • Sjó­mannadag­ur­inn og Hátíð hafs­ins í Reykja­vík – og ýms­ir viðburðir um allt land. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér
  • Raf­magnað æv­in­týri er æv­in­týra­legt af­mæl­ispartý tengt Lista­hátíð sem er flutt í Borg­ar­leik­hús­inu 2. og 3. júní. Nán­ari Upp­lýs­ing­ar hér.
  • Allskon­ar viðburðir tengd­ir Hreyfi­viku UMFÍ um allt land: Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér.
  • Bæj­ar­hátíðin sjó­ar­inn síkáti í Grinda­vík. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér.
  • Tíu ára af­mæli sögu­bíls­ins Æringja. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér.
  • Bæj­ar­hátíðin Borg í sveit verður hald­in laug­ar­dag­inn 2. júní. Á hátíðinni bjóða íbú­ar og fyr­ir­tæki í Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi heim í opið hús. Opið hús verður milli klukk­an 11:00 – 16:00 á öll­um stöðum og fjöl­margt spenn­andi í boði. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér.

Sunnu­dag­ur

  • Risaeðlurn­ar sem voru niðri við Iðnó í gær hafa flutt sig yfir í Eg­ils­höll­ina en þar verða þær fyr­ir utan klukk­an 11:00 í til­efni af Grafar­vogs­deg­in­um.  Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér.
  • Sjó­mannadag­ur­inn og Hátíð hafs­ins í Reykja­vík – og ýms­ir viðburðir um allt land.
  • Allskon­ar viðburðir tengd­ir Hreyfi­viku UMFÍ um allt land. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér
  • Bæj­ar­hátíðin sjó­ar­inn síkáti í Grinda­vík. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér.
  • Raf­magnað æv­in­týri er æv­in­týra­legt af­mæl­ispartý tengt Lista­hátíð sem er flutt í Borg­ar­leik­hús­inu 2. og 3. júní. Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér. 

Úllend­úl­len, viðburðavef­ur fjöl­skyld­unn­ar

mbl.is