Manstu eftir Jósep í „Jósep segir“? Hefurðu heyrt í honum nýlega? Ef ekki, þá er stórsniðugt að spjalla við hann stundum. Nú eru sumarfríin framundin og fjölskyldan oft á ferðalögum og hægt að leika þennan leik til dæmis meðan beðið er eftir flugi eða á akstri. Einnig er góð hugmynd að leggja frá sér tölvuna, sleifina, þvottinn eða hvað það er sem þú ert að sýsla heima við, taka tölvuna af barninu eða gefa sjónvarpinu pásu og draga Jósep fram í dagsljósið. Þessi leikur krefst engra hluta og hentar börnum frá þriggja til fjögurra ára aldri. Hann hentar einstaklega vel fyrir fjölskyldur að ná saman og grína svolítið yfir litlu.
Einn er valinn til að vera stjórnandi (Jósep). Jósep gefur ýmsar skipanir sem allir verða að hlýða, þe. ef stjórnandinn setur ,,Jósep segir …” framan við skipun sína. Sleppi hann því og einhver framkvæmir samt skipunina er sá úr leik.
Dæmi um fyrirmæli:
Leikurinn heldur áfram þar til enginn er eftir. Stjórnandinn reynir vitaskuld að hafa fyrirmælin sem skemmtilegust, til dæmis að allir eiga að klípa í nefið á sér, reka út úr sér tunguna, gretta sig, toga í tærnar á sér, boxa, rífa í hár sér, vera undrandi á svipinn o.s.frv..
Fyrir eldri börn getur það verið sniðugt að leika þennan leik á ensku til að æfa börnin með skemmtilegum og oft fyndnum hætti.
Leiklýsing þessi var fengin af Leikjavefnum.