Rabarbari, búktal og hermikrákur um helgina

Hægt verður að vinna smyrsl og liti úr jurtum og …
Hægt verður að vinna smyrsl og liti úr jurtum og rabarbara á Árbæjarsafni. mbl.is/Árbæjarsafn

Fjöl­skyld­an á mbl.is er í sam­starfi við viðburðavef­inn Úllend­úl­len.is um viðburði helg­ar­inn­ar hverju sinni og hér hafa þeir tekið sam­an hvað fjöl­skyld­ur geta gert skemmti­legt sam­an: 
________________________________________________________

Veðrið er ekkert sérstaklega að leika við landsmenn helgina 23. – 24. júní. Veðurstofan spáir rigningu um allt vestanvert landið á laugardag en skýjuðu nær allsstaðar nema á Akureyri á Jónsmessunni á sunnudag. Samt er feikinóg að gera fyrir hressar fjölskyldur. Málið er bara að klæða sig vel hvort heldur er að fara í pollagalla, lopapeysu eða nota góða regnhlíf.

Árbæjarsafn er með spennandi viðburð þar sem áherslan er á liðinn tíma en þar verður gestum kennt að gera græðandi smyrsl úr jurtum og liti úr rabarbara. Svo er líka hægt að gróðursetja hjá Skógræktarfélögum og fara á fjölskyldustund í Menningarhúsunum í Kópavogi.

Hægt verður að gróðusetja tré um helgina.
Hægt verður að gróðusetja tré um helgina. mbl.is/einkasafn

Fyrir utan skipulagða viðburði er hæg að fara út og hjóla saman. Engu skiptir þótt það rigni. Það eina sem er að klæða sig vel. Svo má alltaf fara á bókasafn, kaffihús, listasafn og margt fleira.

Það er til dæmis frábær hugmynd að fara á listasýningu nokkurra ungra stúlkna í Borgarbókasafninu í Gerðubergi en þær hafa málað myndir eftir myndum þekktra myndlistarmanna – en eftir sínu eigin höfði: Listasýning hópsins Hermikrákur og á Akureyri er fjölskylduleiðsögn um sýninguna í Listasafninu, Ketilshúsi milli kl. 11-12 í dag. 

Búktal klikkar aldrei
Búktal klikkar aldrei mbl.is/einkasafn

Dagskráin um helgina 23. – 24. júní

Laugardagur

  • Fjölskyldustund er í Menningarhúsum Kópavogs. Klukkan 13:00 verður boðið upp á jóga á útisvæði húsanna og á sama tíma hefst Fjölskyldustund í Geislahvelfingunni: Meira hér
  • Fjölskylduleiðsögn í Listasafninu, Ketilshúsi á Akureyri milli kl. 11.00 og 12:00. Meira hér. 
  • Fjölskyldustund hjá Skógræktarfélagi Garðabæjar. Aldarafmælis fullveldis Íslands verður minnst með gróðursetningu fullveldislundar á svæði Skógræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð laugardaginn 23. júní. Öll verkfæri verða til staðar og eru leiðbeinendur fyrir óvana: Meira um skógræktina.
  • Unglistahópurinn Hermikrákur sem samanstendur af ungum stúlkum opnaði sýningu sína í vikunni. Hún er í Borgarbókasafni í Grófinni fram í ágúst: Meira hér
  • Bíó Paradís sýnir beint frá öllum leikjum á HM í Rússlandi 2018. Á meðan mamma og pabbi eru að horfa á leikina í einum bíósal fá börnin frítt í krakkabíó í öðrum sölum. Meira um krakkabíóið

Sunnudagur

  • Jónsmessar er á sunnudaginn 24. júní. Þá fara margar furðuverur á kreik. Amtsbókasafnið á Akureyri verður með allskonar skemmtilega viðburði í tilefni af Jónsmessunni. Meira um viðburðina á Akureyri
  • Þjóðminjasafn Íslands býður börnum á búktalsnámskeið í samstarfi við Reykjavík Kabarett sunnudaginn 24. júní á milli klukkan 11:00 – 12:00. Námskeiðið hentar átta ára og eldri og er alveg ókeypis: Meira um búktalsnámskeiðið
  • María kennir gestum Árbæjarsafns að gera græðandi smyrls úr íslenskum jurtum og að lita ull með rabarbarablöðum á Árbæjarsafni. Gestir safnsins eru hvattir sérstaklega tl að kynna sér afurði sem nýtast allri fjölskyldunni.

Viðburðir helgarinnar fyrir fjölskyldur á Úllendúllenvefnum. 

mbl.is