Fjölskyldubíltúrinn: Vesturland

Frá Grundarfirði
Frá Grundarfirði mbl.is/Markaðsstofa Vesturlands

Fjöl­skyldu­bíltúr­inn á Vest­ur­land: Borg­ar­nes – Stykk­is­hólm­ur

Í til­efni sum­ar­fría fjöl­skyldna birt­um við hér á næstu dög­um nýj­an greina­flokk:  „Fjöl­skyldu­bíltúr­inn" í sam­starfi við Markaðsstof­ur lands­hlut­anna. Hér birt­ist til­laga að bíltúr frá Borg­ar­nesi til Stykk­is­hólms.

Það er kjör­inn dag­ur fyr­ir úti­vist, sól­in skín (stund­um!) og hlýtt er í veðri, til­valið að skella sér í bíltúr með fjöl­skyld­una. Allra fyrst er gott að koma við í Geira­bakarí í Borg­ar­nesi og fá sér morg­un­hress­ingu áður en lagt er í hann og jafn­vel nesta sig upp. Þegar farið er út á Snæ­fells­nes er best að keyra hring­inn í kring­um nesið, í gegn­um þjóðgarðinn og Vatna­leiðina til baka - Leggj­um í hann!

Fyrsta stopp er á Ytri Tungu þar sem vina­leg­ir og for­vitn­ir sel­ir halda gjarn­an til. Þar er til­valið að fara í stutt­an göngu­túr, fræðast um sel­ina og sjá þá flat­maga leti­lega í fjör­unni eða leika sér í sjón­um. Í júní, júlí og ág­úst er mesta selaum­ferðin við Ytri Tungu þannig að það er einkar ákjós­an­leg­ur áfangastaður á sumr­in.

Frá Arnarstapa, Snæfellsnesi.
Frá Arn­arstapa, Snæ­fellsnesi. mbl.is/​Markaðsstofa Vest­ur­lands

Ekk­ert jafn­ast á við Snæ­fells­nes

Snæ­fells­nes er þekkt fyr­ir stór­brotna nátt­úru­feg­urð og Arn­arstapi er góður staður til að fara í göngu­túr og njóta nátt­úr­unn­ar en þar má finna marga fal­lega staði og eins er þar mjög mikið fugla­líf. Eft­ir góða göngu á Arn­arstapa er til­valið að halda leiðinni áfram og kíkja í Þjóðgarðinn Snæ­fells­jök­ul, koma við á svörtu strönd­inni, Djúpalónss­andi og skella sér í hella­ferð í Vatns­helli sem tek­ur ein­ung­is 45 mín­út­ur í skipu­lagðri ferð með leiðsögu­manni. Það eru marg­ir fal­leg­ir staðir í þjóðgarðinum og get­ur verið erfitt að velja úr þegar dag­ur­inn þarf að duga en það er alltaf hægt að fara aft­ur síðar og heim­sækja nýja staði og njóta úti­veru í góðum fé­lags­skap.

Eft­ir allt nátt­úru­bröltið í þjóðgarðinum er gott að hægja aðeins á og heim­sækja Hell­is­sand. Þar er Sjó­minjag­arður­inn staðsett­ur og mjög gam­an er að kíkja í Sjó­manna­safnið og fræðast aðeins um lífs­hætti sjó­manna, lífsviður­væri þeirra og lífið eins það var hér áður fyrr. Þar má einnig sjá upp­stoppaða fugla og fiska­teg­und­irn­ar sem hafa verið veidd­ar í gegn­um tíðina. Því næst er til­valið að slaka aðeins á og kíkja á Gil­bakka kaffi­hús og fá sér kaffi og eitt­hvað gott með því áður en Hell­is­sand­ur er kvadd­ur og hring­ferðinni um Snæ­fellsnesið haldið áfram.

Grund­ar­fjörður er huggu­legt lítið sjáv­arþorp eins og hin þorp­in á nes­inu og það er einnig heim­ili eins fræg­asta fjalls okk­ar Íslend­inga. Kirkju­fell er stór­feng­legt og sér­kenni­legt og segja sum­ir að það sé eins og kirkja í lag­inu. Það er að sjálf­sögðu skyldu­stopp þar á ferð sinni um Snæ­fells­nes. Það má rölta upp að Kirkju­fells­foss­in­um sem tek­ur aðeins ör­fá­ar mín­út­ur og taka eig­in mynd­ir af einu mest myndaðasta fjalli heims og setja í minn­inga­bank­ann.

Frá Stykkishólmi á norðanverðu Snæfellsnesi
Frá Stykk­is­hólmi á norðan­verðu Snæ­fellsnesi Ómar Óskars­son

Sigldu um Breiðafjörðinn

Næsta stopp er Stykk­is­hólm­ur og svo­kölluð Vik­ing Sus­hi ferð með Sæ­ferðum um Breiðafjörðinn. Þar er siglt í kring­um ótelj­andi stuðlabergs­eyj­urn­ar, bragðað á fersku Sus­hi beint úr sjón­um og fugla­lífið skoðað. Þar eru heim­kynni margra sjó­fugla á sumr­in og má þar meðal ann­ars sjá lund­ann en hann verp­ir í eyj­un­um á sumr­in og elur ung­ana upp áður en hann held­ur til hafs­ins á ný á haust­in.

Eft­ir sjó­ferðina er farið að kvölda og kom­inn tími til að huga að heim­ferð. Áður en haldið er af stað yfir Vatna­leiðina er góð hug­mynd að fá sér aðeins í svang­inn fyr­ir brott­för. Nar­f­eyr­ar­stofa er til­val­inn staður fyr­ir fjöl­skyld­una og all­ir geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi svo eng­inn fari svang­ur heim eft­ir lang­an og viðburðarrík­an dag.

mbl.is