Það má vel njóta helgarinnar ..

Það verður ratleikur í Heiðmörk um helgina fyrir fjölskyldur
Það verður ratleikur í Heiðmörk um helgina fyrir fjölskyldur Ljósmynd/Aðsend

Fjöl­skyld­an á mbl.is er í góðu sam­starfið við fjöl­skyldu­viðburðavef­inn Úllend­úl­len sem legg­ur eft­ir­far­andi til um helgina: 

Helgin er að ganga í garð enn á ný. Og það er nóg að gera. Þetta er helgi bæjarhátíðanna. Það er til dæmis ærin ástæða til að fara austur á land á Humar á Höfn á Hornafirði. Þar verður líka veðrið með skársta móti. Spáin er reyndar líka allt í lagi á bæjarhátíðinni sem er um helgina á Hólmavík. En þar skiptir sosum ekki máli hvort rignir eða sól skín í heiði. Þetta er auðvitað Hamingjudagar á Hólmavík og það er alveg sama hvernig viðrar þar, í bænum er alltaf nóg af glöðu fólki.

Ljósmynd/Aðsend

Það er feikinóg að gera um helgina fyrir hugmyndaríkar fjölskyldur.

Ef ekki er farið á bæjarhátíðir landshorna á milli þá er um að gera og fara á sýningu ungra listakvenna í Borgarbókasafni í Grófinni, ganga saman upp á næsta fjall, út í skóg eða fara í leik.

Í Heiðmörk er ratleikur í gangi fyrir alla sem vilja. Það er upplagt að kanna hanna: Ratleikurinn í Heiðmörk

Pálínu finnst gaman að fara út í náttúruna með fjölskyldunni.

Pálína Ósk Hraundal og fjölskylda hennar er mikið útivistarfólk. Hún fer stundum út í göngutúr með pönnukökudeig í flösku og steikir pönnsur á prímus: Pálína og pönnsurnar

Hér ræðir hún um bók sem hún skrifaði með fjalla- og útivistargarpinum Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Þar er hellingur af útivistarhugmyndum: Alveg jafn gaman fyrir foreldra og börn að hlaupa í útileikjum

Góða skemmtun um helgina

Listin stendur fyrir sínu í Borgarbókasafni Grófinni.
Listin stendur fyrir sínu í Borgarbókasafni Grófinni. Ljósmynd/Aðsend

Laugardagur 30. júní

  • Leikhópurinn Lotta er í Húsafelli og í góðu stuði á Hamingjudögum á Hólmavík: Hér er Lotta á flakki
  • Hvaladagurinn mikli og ókeypis á hvalasýninguna við Gömlu höfnina í Reykjavík: Hvaladagurinn

  • Ef þið viljið horfa á beina útsendingu frá HM í fótbolta þá getur öll fjölskyldan skroppið í Bíó Paradís. Ef börnin nenna ekki að horfa á keppnina þá geta þau skroppið í annan sal og horft á barnamynd. Fullorðnir geta líka gert það: HM-bíó fyrir börnin

  • Gríðarleg hamingja á Hamingjudögum á Hólmavík: Eintóm sæla

  • Hellingur í boði á Humarhátíðin á Höfn: Humar um sumar
  • Leikfélag Kópavogs er að fara með leiksýningu til Litháen í ágúst. Þetta borgar sig ekki sjálft og þess vegna efnir félagið til Flóamarkaðar: Flóamarkaður Leikfélags Kópavogs

Sunnudagur 1. júlí

Færslan fyrir helgina á Úllendúllen vefnum.

mbl.is