Neyddist til að hætta með dóttur sína á brjósti

Það fer ekki alltaf saman að vera heimsklassa íþróttakona og …
Það fer ekki alltaf saman að vera heimsklassa íþróttakona og vera með barn á brjósti.

Tennisstjarnan Serena Williams tjáði sig opinberlega á dögunum um ákvörðunina um að hætta með dóttur sína á brjósti. Serena sneri aftur á tennisvöllinn í byrjun mánaðar eftir að hafa tekið ársfrí frá keppni vegna tilkomu dóttur sinnar. Dóttirin ber nafnið Alexis Olympia Ohanian yngri, eftir föður sínum, og er í dag orðin 10 mánaða. Serena greindi frá því á blaðamannafundi hversu erfitt hefði verið að taka ákvörðun um að hætta brjóstagjöfinni. En ástæðan var sú að hún vildi að komast í sitt gamla heimsklassaform. „Mér fannst þetta heldur merkilegt. Þú heyrir af öllum þessum konum sem grennast við brjóstagjöf,“ sagði hin 36 ára gamla móðir „en þannig var það ekki hjá mér“.

Snemma í maímánuði þessa árs hafði þjálfari hennar, Patrick Mourataglou, sagt henni að ef hún hætti ekki brjóstagjöfinni myndi hún ekki eiga þess kost að ríkja á ný sem heimsins besti tennisleikari kvenna. Serena talaði um hversu mjög það reyndi á hana að taka þessa ákvörðun.

Serena er mætt aftur á tennisvöllinn

Back at it again 😏

A post shared by Serena Williams (@serenawilliams) on Jul 6, 2018 at 12:14pm PDT

„Þegar ég hafði verið með dóttur mína á brjósti í sex mánuði var ég nokkuð sátt. Þá þurfti ég hins vegar að gefa eftir tilfinningalega,“ sagði tennisstjarnan. „Ég sat með Olympiu í fanginu, talaði við hana og við báðum saman bænir. Ég sagði við hana, mér þykir það leitt, en mamma verður að gera þetta. Ég grét í smá stund, en svo var allt í lagi. Sú stutta var heldur brött.“

Serena bætti við: „Eftir þetta missti ég nær 5 kílógrömm á viku, og ég hélt áfram að léttast.“

Hin samviskusama móðir hafði góða ástæðu til að tala opinberlega um reynslu sína: til að hughreysta aðrar konur í svipaðri stöðu. „Það sem ég hef lært af þessari reynslu er að við erum öll ólík, hver einasti líkami er ólíkur öðrum,“ og bætti svo við „ég tel það mikilvægt að koma þeim skilaboðum á framfæri.“

Fjölskyldan saman

mbl.is