Mikil gleði í skírn Líams Myrkva

Hin stolta móðir, næstelsta dóttir Sigrúnar Elísabetar, Fanney Sandra, heldur …
Hin stolta móðir, næstelsta dóttir Sigrúnar Elísabetar, Fanney Sandra, heldur stolt á frumburðinum. Ljósmynd/Aðsend

Sigrún Elísabet er ein af þekktari lífstílsbloggurum landsins. Hún heldur úti bloggsvæðinu SigrúnElísabet.is þar sem hún segir frá ýmsu í líf sínu og barnanna sinna tíu en hún er yngsta móðir landsins til að eignast tíu börn. Það hefur gengið á ýmsu í lífi Sigrúnar Elísabetar á undanförnum vikum en margir kannast við að hún lenti í mjög erfiðri lífsreynslu þegar hún lenti í bílslysi með sjö börnum sínum og einu systurbarni. Næstyngsta dótt­ir henn­ar Myrra Ven­us slasaðist al­var­lega slys­inu en hefur náð sér á strik með undraverðum hraða. Sigrún Elísabet hafði verið að heimsækja elstu dóttur sína Fanneyju og  nýfæddan son hennar þegar slysið varð og því hefur skírn hans verið fjölskyldunni allri sérstakt gleðiefni. Fjölskyldan á mbl.is fékk leyfi til að endurbirta bloggið hennar um skírnina og birta myndir úr skírnarveislunni en tengil á færslu Sigrúnar má finna neðst. 

______________________________________________________

Elsku litli ömmudrengurinn minn, sonur Fanneyjar og Garðars, var skírður sunnudaginn 29. júlí í Landakotskirkju.

Líam Myrkvi var skírður í Landakotskirkju.
Líam Myrkvi var skírður í Landakotskirkju. Ljósmynd/Aðsend

Hann er dásamlegt draumabarn, rólegur og brosmildur. Hann var að sjálfsögðu einnig dásamlegur á skírnardaginn sinn og brosti og ullaði þegar verið var að skíra hann. 

Þetta fannst Líam Myrkva bara mjög kósý stund og gaf okkur öllum þarna tilefni til að hlæja og brosa með sér þegar hann brosti og ullaði.

Veitingarnar voru einkar glæsilegar.
Veitingarnar voru einkar glæsilegar. Ljósmynd/Aðsend

Veitingarnar í veislunni voru svo glæsilegar að ekki þurfti aðrar skreytingar á veisluborðið. Borðin sem setið var við voru með bláum löber endilangt á miðjum borðum og smartís dreift yfir.  

Ég hef verið með svona ístertur í fermingum stelpnanna og verið mjög ánægð með þær. Þess vegna átti ég ekki til orð yfir sjálfri mér, þegar ég mundi núna í kringum skírnina, eftir þessum dásemdarístertum.

Perla stóra systir var guðmóðir Liams Myrkva ásamt Erni kærastanum …
Perla stóra systir var guðmóðir Liams Myrkva ásamt Erni kærastanum hennar. Hin stolta móðir, Fanney, er til hægri á myndinni. Ljósmynd/Aðsend

Ég sem er búin að fresta afmælishöldum núna í júní og júlí þar sem Myrra mátti ekki borða kökur. En auðvitað hefði ég getað keypt ístertu þar sem hún hefur allan tímann mátt borða ís. Stundum er fattarinn ekki í lagi og maður sér bara ekki lausnina.  

Nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði skreyttu gestabókina.
Nunnurnar í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði skreyttu gestabókina. Ljósmynd/Aðsend

Smelltu hér til að lesa alla færslu Sigrúnar Elísabetar á bloggsvæði hennar um skírn og skírnarveislu Líams Myrkva. 

mbl.is
Loka