Kröfu Angelinu Jolie hafnað

Angelina Jolie og Brad Pitt deila enn.
Angelina Jolie og Brad Pitt deila enn. AFP

Forræðismál leikaranna Angelinu Jolie og Brad Pitt virðist engan enda ætla að taka. Nú virðist þó eitthvað þokast í rétta átt þar sem kröfu Jolie um nýjan dómara var hafnað. Hjónin tilkynntu um skilnað sinn árið 2016 og eiga saman sex börn. 

Fyrir nokkrum mánuðum lagði Jolie fram kröfu um að dómarinn John W. Ouderkirk viki vegna vanhæfis. Gögn sem ET hefur undir höndum sýna að kröfunni var hafnað. Í málsgögnunum kemur fram að Jolie tókst ekki að sanna vanhæfni Ouderkirk. 

Ouderkirk sagðist hvorki eiga í persónulegum tengslum við Jolie né Pitt né vera með fordóma gagnvart öðru þeirra. Hann neitaði einnig að hafa ekki upplýst um viðskipta- og fjárhagsleg tengsl sín meðan á málaferlunum stóð. 

Mála­ferli Jolie og Pitt hafa staðið í rúmlega fjög­ur ár. Þau voru sam­an í tólf ár og gift í tvö ár. Á síðasta ári fengu þau þó skilnað að því leyti að þau eru tal­in laga­lega ein­hleyp en það á þó eft­ir að ganga frá úr­lausn­ar­efn­um gagn­vart börn­um og fjár­mál­um.

Angelina Jolie, Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline …
Angelina Jolie, Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt og Shiloh Nouvel Jolie-Pitt árið 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál