„Óvenjulegir“ fimmburar vekja athygli

Hjónin Shawn og Haylee Ladners tóku nýverið á móti fimmburum …
Hjónin Shawn og Haylee Ladners tóku nýverið á móti fimmburum sínum. Fyrir eiga þau tvö börn. Skjáskot/Facebook

Fjölskylda nokkur frá Missisippi hefur meira en tvöfaldast í stærð eftir að „óvenjulegir“ fimmburar komu í heiminn. Það að eignast fimmbura er stórmerkilegt í sjálfu sér, en það er þó fleira sem gerir þessa fimmbura einstaka. 

Börnin fimm komu í heiminn í febrúar og eru þau sögð vera við góða heilsu. Móðirin var gengin rúmlega 28 vikur á leið þegar börnin voru tekin með keisaraskurði á sjúkrahúsinu í Mississippi. 

Líkurnar 1 á móti 60 milljónum

Í heiminn komu fjórar eineggja stúlkur og einn strákur, en að sögn læknis móðurinnar eru líkurnar á að það gerist 1 á móti 60 milljónum. Þá segir hann að eitt egg hafi skipts í fjóra hluta og myndað stúlkurnar fjórar, á meðan annað egg hafi haldist ósnortið, sem er sonur þeirra. 

Fyrir áttu hjónin tvö börn, en samkvæmt People höfðu þau átt í erfiðleikum og upplifað fósturlát. Hjónin urðu því afar ánægð þegar þau fengu þær gleðifregnir að þau ættu von á börnum eftir að hafa gengist undir tæknisæðingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál