Fleiri Laufeyjar eins og Birgittur og Baltasarar

Hvað á barnið að heita? Kannski Laufey?
Hvað á barnið að heita? Kannski Laufey? Samsett mynd

Það er ekki ólíklegt að nafnið Laufey verði algengara árið 2024 en áður. Þetta gæti gerst í kjölfar ótrúlegrar velgengni Laufeyjar að unanförnu en á sunnudaginn vann hún til Grammy-verðlauna.

Frægð fólks hefur í gegnum tíðina haft áhrif á nafnaval, meðvitað eða ómeðvitað. 

Eiður

Nafnið Eiður er nokkuð óalgengt en þegar knattspyrnustjarnan Eiður Smári Guðjohnsen var að gera það gott fengu fleiri drengir nafnið Eiður. 

Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vigdís

Dísarnafnið Vigdís er nokkuð hefðbundið og klassískt nafn. Fleiri stúlkur fengu þó nafnið eftir kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands. 

Hér má sjá Vigdisi Finnbogadóttur í forsetatíð sinni með Elísabetu …
Hér má sjá Vigdisi Finnbogadóttur í forsetatíð sinni með Elísabetu Bretadrottningu. mbl.is/Brynjar Gauti

Birgitta

Nafnið Birgitta tók kipp í upphafi aldarinnar. Svo vildi til að þetta var á sama tíma og Birgitta Haukdal var vinsælasta kona landsins. 

Birgitta Haukdal.
Birgitta Haukdal. mbl.is/Arnþór

Baltasar

Í dag er hægt að finna Baltasar í flestum skólum. Líklegasta kenningin um vinældir nafnsins er frægð Baltasars Kormáks, leikara og kvikmyndagerðarmanns. 

Baltasar Kormákur.
Baltasar Kormákur. mbl.is/Arnþór

Díana

Margar stúlkur fengu prinsessunafnið Díana eftir að Díana prinsessa gekk að eiga Karl Bretaprins árið 1981. 

Díana prinsessa.
Díana prinsessa. AFP/CLAUDE COIRAULT

Hilmir 

Nafnið Hilmir varð vinsælt eftir að Hilmir Snær Guðnason varð vinsælasti leikari landsins.

Hilmir Snær Guðnason.
Hilmir Snær Guðnason. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert