Hverju á að pakka í spítalatöskuna?

Hverju á að pakka í spítalatöskuna fyrir fæðingu?
Hverju á að pakka í spítalatöskuna fyrir fæðingu? Samsett mynd

Eitt algengasta áhyggjuefnið hjá verðandi foreldrum er hvort þeir séu undirbúnir fyrir komu barnsins eða ekki. Eftir að hafa gert barnaherbergið tilbúið, farið á fæðinganámskeið, keypt barnaföt og nóg af bleyjum er síðasta skrefið oft að pakka í spítalatösku fyrir fæðingardaginn. 

Nýverið birtist listi á vef Parents yfir hluti sem gott er að taka með sér á spítalann fyrir fæðingu, en við gerð listans voru sérfræðingar og foreldrar spurðir út í hvað hafi verið ómissandi í spítalatöskunni. 

Það er gott að pakka í töskuna með góðum fyrirvara svo allt sé tilbúið þegar lagt er af stað upp á fæðingardeild. Hér eru hugmyndir af hlutum sem gott er að taka með sér á spítalann fyrir fæðingu.

Fyrir foreldrana

  • Aukaföt fyrir báða aðila
  • Hleðslusnúrur
  • Snarl og drykkir
  • Snyrtivörur – eins og tannbursta, tannkrem og varasalva
  • Koddi
  • Ferðahátalari og/eða heyrnatól
  • Inniskór
  • Sloppur
  • Myndavél eða sími
  • Bók
  • Peningaveski og/eða kort

Fyrir barnið

  • Bílstóll
  • Föt
  • Bleyjur
  • Bossaþurrkur
  • Brjóstapumpa
  • Gjafarpúði
  • Peli (ef ætlunin er að nota slíkan)

En hvenær ætli sé best að hafa spítalatöskuna tilbúna? 

„Ef þú ætlar að fæða á spítala er líklegt að þú hittir lækninn þinn vikulega á milli 36. viku og 40. viku, svo þú getur ákveðið tímasetninguna til að pakka út frá því sem læknirinn segir í þessum heimsóknum með tilliti til þess hve langt þú ert gengin,“ er skrifað í greininni. 

Það er mikilvægt að pakka tímanlega í spítalatöskuna.
Það er mikilvægt að pakka tímanlega í spítalatöskuna. Ljósmynd/Pexels/Kristina Paukshtite
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál