Ayesha og Stephen Curry eignuðust dreng

Ayesha og Stephen Curry.
Ayesha og Stephen Curry. Ljósmynd/skjáskot Instagram @eyeshacurry

NBA leikmaðurinn Stephen Curry og sjónvarpskonan Ayesha Curry tilkynntu fæðingu og nafn drengsins, Caius Chai, í gær en hann kom í heiminn með hraði. Degi fyrir settan dag.

Litli Chai fæddist 11. maí en hann er fjórða barn þeirra hjóna. Hann bætist í hóp systkina sinna Riley Elizabeth (11 ára), Ryan Carson (8 ára) og Canon W. Jack (5 ára).

„Fallegi drengurinn okkar ákvað að mæta snemma!! Honum líður vel og við erum loksins að koma okkur fyrir heima sem sex manna fjölskylda! Erum svo þakklát!,“ segja þau í tilkynningunni.

Curry sagði í tilkynningu í mars að fjölskyldan væri fullkomin þar til hjónin voru bæði sammála um að einhvern vantaði. Hún bætti við að það hafi verið gaman að sjá börnin bregðast við fjórðu óléttunni.

„Að fá að upplifa þetta í augum Cannon, Ryan og Riley hefur verið stórkostlegt. Þeirra sjónarhorn er allt öðruvísi sem gerir þetta einna mest spennandi,“ sagði hún.

Stephen nefndi það nýlega að hjónin reyndu að plana fæðingu drengsins þannig að hún passaði vel í undirbúningsferli NBA stjörnunnar fyrir Ólympíuleikana í París sem fara fram 26 júlí næstkomandi.  

Ayesha og Stephen Curry ásamt börnum sínum Riley Elizabeth, Ryan …
Ayesha og Stephen Curry ásamt börnum sínum Riley Elizabeth, Ryan Carson og Canon W. Jack. Ljósmynd/skjáskot Instagram @eyeshacurry
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert