Kristel og Gulli bakari eiga von á öðru barni

Gunnlaugur Arnar Ingason og Kristel Þórðardóttir eiga von á sínu …
Gunnlaugur Arnar Ingason og Kristel Þórðardóttir eiga von á sínu öðru barni. Ljósmynd/Gulli Arnar

Sælkerabakarinn Gunnlaugur Arnar Ingason, betur þekktur sem Gulli bakari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardóttir, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau soninn Arnar Inga sem kom í heiminn 6. apríl 2023.

Parið greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram og tilkynntu að þau ættu von á dreng. „Stóri bróðir í nóvember“ skrifuðu þau við fallega mynd af Arnari Inga sem heldur á sónarmynd umkringdur bláu konfettí sem gefur kynið til kynna.

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert