Þriðja barn Olgu og Andra komið í heiminn

Þriðja barnið er komið í heiminn!
Þriðja barnið er komið í heiminn! Skjáskot/Instagram

Olga Helena Ólafsdóttir, annar eigandi barnavöruverslananna Von Verslun og Bíum Bíum, og Andri Stefánsson eignuðust dóttur þann 28. maí síðastliðinn. Stúlkan er þriðja barn Olgu og Andra saman, en fyrir eiga þau son sem er fæddur árið 2016 og dóttur sem kom í heiminn árið 2019. 

Olga og Andri greindu frá því að þau ættu von á sínu þriðja barni í janúar síðastliðnum þar sem þau birtu fallega mynd af börnunum sínum sem héldu á sónarmynd. Í mars fór parið svo saman til Parísar í Frakklandi þar sem þau trúlofuðu sig.

Í gær greindi parið svo frá því að stúlkan væri komin í heiminn, en þau tilkynntu gleðifregnirnar með sameiginlegri færslu á Instagram. Með færslunni birtu þau fallega mynd af dótturinni. 

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert