Fékk ótal athugasemdir út af sundvestinu

Paris Hilton.
Paris Hilton. Ljósmynd/AFP

Myndband sem Paris Hilton birti á TikTok-reikningi sínum á sunnudag vakti sérstaka athygli netverja. Í myndbandinu sést Hilton ásamt eins árs gömlum syni sínum að njóta góðra stunda í sundlaug á Grand Wailea-hótelinu á Havaí.

Margir fylgjendur Hilton birtu athugasemdir við færsluna og bentu henni góðfúslega á að sundvestið sem sonur hennar var klæddur í sneri öfugt og því ekki öruggt fyrir hann að vera í sundlauginni. Hilton var mjög þakklát fyrir glögg augu fylgjenda sinna. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hilton fær slíkar ábendingar frá fylgjendum sínum en fyrr í þessum mánuði birti hún myndband af börnunum sínum í barnabílstólum sem báðir sneru vitlaust. Einnig voru öryggisbeltin fest á rangan hátt.

Hilton á tvö ung börn, Phoenix Barron og London Marilyn, með eiginmanni sínum Carter Reum. Bæði börnin fæddust með aðstoð staðgöngumóður.

@parishilton

Adventures with Baby P 🐠

♬ original sound - ParisHilton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert