Hvort líkist Birnir Boði mömmu eða pabba?

Birnir Boði ásamt foreldrum sínum á skírnardaginn.
Birnir Boði ásamt foreldrum sínum á skírnardaginn. Samsett mynd

Eins og flestir landsmenn vita eignuðust Birgitta Líf Björnsdóttir, samfélagsmiðlastjarna og markaðsstjóri World Class, og sambýlismaður hennar Enok Vatnar Jónsson sitt fyrsta barn, soninn Birni Boða, þann 8. febrúar síðastliðinn. 

Þrátt fyrir ungan aldur er Birnir Boði orðinn landsmönnum vel kunnugur enda hefur móðir hans verið iðin við að deila krúttlegum myndum og augnablikum af drengnum með fylgjendahópi sínum á Instagram, en sá telur 30.000 manns. 

Eflaust hafa margir velt fyrir sér hvort drengurinn sé líkari móður sinni eða föður. Til að svara forvitni landsmanna þá rakst Fjölskylduvefurinn á forrit sem skoðar andlitsdrætti, gerir samanburðargreiningu, reiknar prósentulíkindi og segir til um hvort barnið sé líkara móður eða föður. 

Samkvæmt niðurstöðum Like Parent-forritsins þá er Birnir Boði örlítið líkari föður sínum sem reiknast með 50,48% en aðeins 1,28% aðskilur Enok Vatnar og Birgittu Líf. 

Foreldrarnir eiga nokkuð jafnan hlut.
Foreldrarnir eiga nokkuð jafnan hlut. Skjáskot/LikeParent
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert