Ólétt að sínu þriðja barni

Mandy Moore.
Mandy Moore. Ljósmynd/AFP

Söng- og leikkonan Mandy Moore er ófrísk að þriðja barni sínu með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Taylor Goldsmith. Fyrir eiga þau tvo unga syni, Gus og Ozzie. 

Hjónin, sem giftu sig í nóvember 2018, greindu frá gleðitíðindunum með sameiginlegri færslu á Instagram á laugardag og tilkynntu að þau ættu von á stúlku. 

„Stundum hermir lífið eftir listinni,“ skrifar Moore við mynd af sonum hjónanna. „Þriðja barnið í okkar eigin „Big Three“ er væntanlegt á næstunni. Ég get ekki beðið eftir að gefa þessum strákum litla systur.“

Moore skaust upp á stjörnuhimininn árið 1999 með laginu Candy. Í framhaldi af því gaf hún út þó nokkrar plötur og fór einnig með hlutverk í kvikmyndum á borð við The Princess Diaries og A Walk to Remember.

Moore hlaut mikið lof gagnrýnenda fyrir hlutverk sitt í bandarísku þáttaröðinni This Is Us sem sýnd var á árunum 2016 til 2022. Í þáttaröðinni lék hún móður þriggja barna, tveggja drengja og einnar stúlku, sem voru kölluð „Big Three“.

View this post on Instagram

A post shared by Mandy Moore (@mandymooremm)



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert