Fjölskyldan skipti sköpum í baráttunni

Sarah Ferguson er laus við krabbameinið.
Sarah Ferguson er laus við krabbameinið. AFP

Sarah Ferguson hertogynja af York segir að fjölskyldan hafi skipt sköpun þegar hún barðist við krabbamein. Þetta segir hún í viðtali við Hello Magazine.

Fyrir ári síðan greindist Ferguson með brjóstakrabbamein og lét í kjölfarið fjarlægja brjóstið. Hálfu ári síðar greindist hún með húðkrabbamein. Nú lítur allt vel út og hún horfir björtum augum til framtíðar.

Karl kóngur og Katrín prinsessa hafa líka verið að berjast við krabbamein og gengist undir viðeigandi meðferðir.

„Lykillinn er að þurfa ekki alltaf að vera í sviðsljósinu. Það er nóg að láta vita af sér af og til,“ segir Ferguson. „Katrín var svo hugrökk með að koma fram í myndbandinu. Ég held að fjölskyldueiningin skipti öllu máli. Ég elska hvernig öll fjölskyldan er að styðja hvort annað og halda áfram með lífið.“

„Ég bý svo vel að eiga frábæra fjölskyldu og gott teymi í kringum mig. Það er alltaf stutt í gleðina,“ segir Ferguson sem leggur áherslu á mikilvægi þess að fylgjast vel með stöðu heilsunnar.

„Þetta var vakning. Þetta var spark í rassinn. Nú þyrfti ég annað hvort að fara að lifa lífinu 64 ára gömul eða halda áfram að lifa ekki alveg til fulls. Þú þarft ekki að vera það sem aðrir vilja að þú sért. Bara vera þú sjálf.“

Í viðtalinu talar Ferguson einnig um drottninguna.

„Það var drottningin sem sá hvað í mér bjó. Áður en hún lést sagði hún „Sarah, það er nóg að vera bara maður sjálfur.“.

Brenndi engar brýr

Ferguson og Andrés prins skildu árið 1992. Þau hafa þó haldið miklum vinskap og búa saman. Ferguson hefur sýnt konungsfjölskyldunni mikla hollustu í gegnum tíðina og talað máli hennar opinberlega. Þá hefur hún aldrei hallmælt henni á nokkurn hátt eftir skilnaðinn.

„Konungsfjölskyldan kann að meta mannkosti hennar. Hún hefur sýnt mikla þrautseigju, sérstaklega eftir hneykslið í kringum Andrés prins,“ segir Hilary Fordwich konunglegur álitsgjafi sem segir það áhugavert að gera samanburð við tengsl Harry og Meghan við konungsfjölskylduna.

„Fergie brenndi aldrei neinar brýr með fjölskyldunni. Hún hefur þvert á móti alltaf stutt þau öll.“

Konunglegur ljósmyndari Ian Pelham Turner tekur í sama streng og þakkar Kamillu drottningu fyrir hversu góð tengslin eru á milli Fergie og konungsfjölskyldunnar.

„Kamilla og Sarah hafa báðar þurft að þola mikið mótlæti í gegnum árin og ég tel að eðlilegt að nú þegar drottningin hefur vald og áhrif þá noti hún áhrif sín til þess að koma á mun mannúðlegri nálgun þegar þarf að kljást við óþægilegar senur.“

„Það eru ákveðin líkindi með Söruh og Kamillu. Báðar eru stórir persónuleikar og frá þeim stafar mikil hlýja og vilja hjálpa öðrum. Þær veita ákveðinn stöðugleika og helga lífi sínu góðgerðamálum.“

„Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir Meghan og Harry að snúa til baka. Gagnrýni Harry á fjölskylduna særði djúpt og mögulega um kóngurinn aldrei getað fyrirgefið honum.“

View this post on Instagram

A post shared by HELLO! Magazine (@hellomag)



Hertogynjan leit vel út á rauða teppinu í maí.
Hertogynjan leit vel út á rauða teppinu í maí. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert