Kristín María kennir börnum að hanna hús

Húsin geyma mikinn persónuleika.
Húsin geyma mikinn persónuleika. Ljósmynd/Aðsend

Í sumar mun Hönnunarsafn Íslands bjópa upp á fimm daga sumarnámskeið fyrir unga og upprennandi listamenn á aldrinum 9-12 ára.

Hönnuðurinn Kristín María Sigþórsdóttir leiðir námskeiðið, Úr herbergi í herbergi - hannaðu híbýli í sumarfríinu!. Hún mun meðal annars kenna börnum að virkja sköpunarkraftinn sinn og hugsa með höndunum. Þar að auki fá þau að kynnast skala og módelgerð. 

Þetta kemur fram í fréttatylkynningu frá safninu. 

Meira að segja veitingar á borðum íbúanna eru hluti af …
Meira að segja veitingar á borðum íbúanna eru hluti af hönnunarferlinu. Ljósmynd/Aðsend

Megin verkefni námskeiðsins snýst um að börnin setja sig í spor hönnuðar þar sem þau spreyta sig á ólíkum aðferðum í hönnun. Þau hanna heimili fyrir ímyndaða íbúa með tilliti til persónuleika og þarfa þeirra. Hver dagur hefur áherslu á ólík herbergi sem samsett mynda eina heild í lok námskeiðsins.

Einstaklega falleg húsgagnahönnun. Verður mögulega hægt að finna hana í …
Einstaklega falleg húsgagnahönnun. Verður mögulega hægt að finna hana í raunstærð í framtíðinni? Ljósmynd/Aðsend

Námskeiðið fer fram dagana 10. - 14. júní í Hönnunarsafni Íslands. Á síðasta degi námskeiðsins fá ungu hönnuðirnir að taka módelin með sér heim. 

Skráning á námskeiðið fer fram á tix.is.
Skráning á námskeiðið fer fram á tix.is. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert