Sonur Annie Mistar og Frederiks kominn með nafn

Fjölskyldan alsæl á skírnardaginn!
Fjölskyldan alsæl á skírnardaginn! Skjáskot/Instagram

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir og sambýlismaður hennar Frederik Ægidius eignuðust sitt annað barn saman fyrr á árinu, en fyrir eiga þau dótturina Freyju Mist sem verður fjögurra ára í sumar.

Annie Mist hefur talað opinskátt um meðgöngur og fæðingar barnanna sinna tveggja, en einnig um líkamsímynd á og eftir meðgöngu.

Spennt að geta loksins notað nafnið

Um helgina var drengurinn skírður og fékk hann nafnið Atlas Týr Ægidius Frederiksson. Annie Mist opinberaði nafnið í færslu á Instagram og birti með henni fallega mynd af fjölskyldunni.

„Atlas Týr Ægidius Frederiksson var skírður og fékk nafnið sitt formlega í dag. Það er hefð á Íslandi að nafn barnsins sé haldið leyndu þar til það er skírt. Það er leið til að máta nafnið og sjá hvort það passi við barnið. Ég er svo spennt að geta loksins notað nafnið hans en ekki „litli gaurinn“ með öllum. 

Dagurinn var fullkominn, umkringdur vinum og fjölskyldu, og við förum að sofa með hjartað fullt af ást og þakklæti,“ skrifaði hún í færslunni.

Fjölskylduvefur mbl.is óskar þeim innilega til hamingju með nafnið!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert