Jörundur og Magdalena eignuðust son

Magda­lena Björns­dótt­ir og Leik­ar­inn Jör­und­ur Ragn­ars­son.
Magda­lena Björns­dótt­ir og Leik­ar­inn Jör­und­ur Ragn­ars­son. Skjáskot/Facebook

Kærustuparið Jör­und­ur Ragn­ars­son leikari og Magda­lena Björns­dótt­ir eru orðnir foreldrar en þau eignuðust son 2. maí. 

Magdalena fagnaði þrítugsafmæli sínu í gær og er í þann mund að útskrifast úr háskóla með þar sem námið gekk eins og í sögu. Jörundur segir í einlægri færslu á Facebook að hann sé að springa úr stolti yfir sinni heittelskuðu.

„Magdalena á daginn í dag. Ekki aðeins er hún að fagna 30 árum heldur er hún nýbúin að fæða gullfallegan son og er að útskrifast úr háskóla í vikunni með fyrstu einkunn.
Hún er algjör afrekskona, dugleg með eindæmum, umhyggjusöm móðir og stjúpmóðir, dýravinur og besta kærasta sem hægt er að ímynda sér. Þar fyrir utan er hún stórskemmtileg, og fegurri en orð fá lýst.
Ég skil ekki hvað ég hef gert til að eiga hana skilið, en vá, hvað ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst henni. Til hamingju hetja mín! Ég elska þig!“

Magdalena Björnsdóttir með soninn sem fæddist 2. maí.
Magdalena Björnsdóttir með soninn sem fæddist 2. maí. Skjáskot/Facebook

Parið fann ástina í heimsfaraldrinum en í apríl 2021 birtist frétt um þau á Smartlandi: 

Jör­und ættu marg­ir að kann­ast við en hann fór meðal ann­ars með hlut­verk Daní­els í Næt­ur­vakt­inni, Dagvakt­inni og Fanga­vakt­inni. Þar að auki hef­ur hann farið með hlut­verk í fjölda leik­rita og kvik­mynda und­an­far­in ár. Jör­und­ur á einn son úr fyrra sam­bandi sem fermdist í vor. 

Magda­lena er dótt­ir Kolfinnu Bald­vins­dótt­ur, sem er dótt­ir Jón Bald­vins Hanni­bals­son­ar og Bryn­dís­ar Schram, og tón­list­ar­manns­ins Björns Jör­und­ar Friðbjörns­son­ar.

Fjölskyldan á mbl.is óskar Jörundi og Magdalenu innilega til hamingju með soninn! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert