Nýtt barn og ný íbúð hjá Anítu Briem og Hafþóri

Aníta Briem á von á barni.
Aníta Briem á von á barni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Leik­kon­an Aníta Briem og kær­asti henn­ar, Hafþór Waldorff, eiga von á barni saman. Vísir greinir frá því að von sé á barninu í nóvember. 

Fyrir á Aníta eina dóttur en hún og eiginmaður hennar, leik­stjór­inn Dean Para­skevopou­los, fóru hvort í sína áttina fyrir nokkrum árum. 

Lífið leikur við kærustuparið Anítu og Hafþór. Smartland greindi frá því í maí að þau hefðu fest kaup á íbúð saman á Bárugötu í Reykjavík. Um er að ræða ris­hæð með fal­legu út­sýni í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur.

Fjölskylduvefurinn óskar parinu til hamingju með óléttuna!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert