Opinbera kyn þriðja barnsins

Sarah Stevenson, betur þekkt undir nafninu Sarah's Day, á von …
Sarah Stevenson, betur þekkt undir nafninu Sarah's Day, á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum Kurt Tilse. Skjáskot/Instagram

Sarah Stevenson, sem heldur úti vinsælu Youtuve-rásinni Sarah's Day, greindi frá því í síðasta mánuði að hún ætti von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, ljósmyndaranum Kurt Tilse.

Nú hafa hjónin opinberað kyn barnsins, en fyrir eiga þau tvo drengi, Fox Ocean sem er fimm ára og Malakai Koa sem er tveggja ára. Þau tilkynntu kynið í myndbandi á Youtube þar sem þau skera í köku með hvítu kremi ásamt bláu og bleiku skrauti. 

Þegar skorið er í kökuna kemur í ljós blátt krem sem gefur til kynna að þau eigi von á dreng. „Ég hef sagt þetta síðan ég var sjö ára og ég trúi því varla enn ... ég er strákamamma,“ sagði Stevenson eftir að hafa séð bláa kremið. 

Með yfir 2,7 milljónir fylgjenda þvert á miðla sína

Stevenson stofnaði Youtube-rás sína fyrir tíu árum síðan og er í dag með yfir 1,5 milljón fylgjendur á rásinn og yfir 1,2 milljón fylgjendur á Instagram. Á miðlunum deilir hún lífstíls- og heilsutengdu efni og gefur innsýn í líf fjölskyldunnar sem er búsett í Ástralíu. 

Samhliða því hefur Stevenson einnig gefið út matreiðsluforrit, matreiðslubók, æfingaplön og nokkrar samstarfslínur af æfingafatnaði með White Fox Botique.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert