Pitt er 100 prósent til í börn með nýju konunni

Brad Pitt er til í að byrja upp á nýtt …
Brad Pitt er til í að byrja upp á nýtt með konu sem er töluvert yngri en hann. AFP/RUDY CAREZZEVOLI

Börn Brad Pitts og Angelinu Jolie eru ekki sátt við föður sinn en það kemur ekki í veg fyrir frekari barneignir leikarans. Hollywood-stjarnan Pitt er sagður til í að eignast börn með kærustu sinni, skartgripahönnuðinum Ines de Ramon. 

Pitt er sextugur en de Ramon er hins vegar 34 ára. Hann er sagður til í að byrja upp á nýtt með nýju konunni í sínu lífi þrátt fyrir stirt samband við börnin sex sem hann á með Jolie. 

„Það er ömurlegt fyrir Pitt að hann sé í nánast engu sambandi við börnin sín en Ines hefur huggað hann og þetta hefur fært þau nær hvort öðru,“ sagði vinur Pitt við miðilinn Daily Mail.

„Að eignast fleiri börn er ekki út úr myndinni. Ines er ung og Brad segir að hann sé 100 prósent til ef hana langar í börn. Hann elskar að byggja upp líf með Ines og ekkert er út úr myndinni. Brad segir að Ines gæti orðið yndisleg móðir. Hún er þolinmóð, róleg og með frábæran húmor,“ sagði vinur Pitts. 

Brad Pitt á börn með Angelinu Jolie en er í …
Brad Pitt á börn með Angelinu Jolie en er í litlu sambandi við þau. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert