Elon Musk eignast sitt 12. barn

Elon Musk.
Elon Musk. AFP

Auðkýf­ing­urinn Elon Musk og kærasta hans, Shi­von Zil­is sjórnandi Neuralink, leyndu fæðingu þriðja barns síns en barnið fæddist fyrr á þessu ári. Þetta mun vera 12. barn Musk en kyn og nafn nýjasta barnisns er enn óljóst. 

Í viðtali við fréttamiðilinn Page six staðfestir Musk fæðingu barnsins en hann segir að leyndin hafi ekki átt við alla þar sem hans nánasta fjölskylda hans og vinir vissu af nýjasta fjölskyldumeðlimnum. 

„Að senda ekki út fréttatilkynningu, sem væri hrikalegt, þýðir ekki að það sé leyndarmál,“ segir Musk. 

Musk og þrjár barnsmæður hans eru þekkt fyrir að halda einkalífi barna sinna frá sviðljósinu.

Síðast leyndi Musk og Zills fæðingu tvíbura þeirra sem fæddust árið 2021 en þeir voru getnir með tæknifrjóvgun. Samband þeirra hefur verið afar umdeilt vestanhafs þar sem Zills er undirmaður Musk. Slík ástarsambönd eru ekki vel liðin innan Neuralink en í handbók starfsmanna fyrirtæknisins er starfsfólki ráðlagt að halda sig algjörlega frá rómantík á vinustaðnum. 

People

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert