Eignaðist barn í leyni

Mindy Kaling er þriggja barna móðir.
Mindy Kaling er þriggja barna móðir. AFP/ Rich Fury

Leikkonan Mindy Kaling eignaðist sitt þriðja barn fyrr á þessu ári. Stjarnan greindi ekki frá komu barnsins fyrr en nýlega. Kaling birti mynd af börnum sínum þremur í tilefni þess að hún varð 45 ára á mánudaginn. Auk þess birti hún mynd af sér óléttri. 

„Í lok febrúar fæddi ég dóttur mína, Anne. Hún er besta afmælisgjöf sem ég gæti ímyndað mér,“ skrifaði Kaling um myndina. „Þegar hlutirnir eru erfiðir, þegar ég finn fyrir tortryggni, þá minna börnin mín mig á gleðina í lífi mínu. Ég er svo heppin að ég búi í heimi þar sem ég get gert þetta sjálf, á mínum tíma. Takk fyrir allar afmæliskveðjurnar.“

Fyrir átti hún börnin Katherine sem er sex ára og Spencer sem er þriggja ára. Fyrsta óléttutilkynning hennar árið 2017 kom á óvart en Kaling hefur aldrei tjáð sig um faðerni barna sinna. Hún segist fá hjálp við uppeldið frá barnfóstrunni, föður sínum sem og leikkonunni Reese Witherspoon. 

View this post on Instagram

A post shared by Mindy Kaling (@mindykaling)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert