Sér eftir skandinavísku nafnavali

Foreldrar deila oft um nafngjöf nýfædds barns.
Foreldrar deila oft um nafngjöf nýfædds barns. Ljósmynd/Colourbox

Það getur verið vandasamt verkefni að velja nafn fyrir barn sitt, sérstaklega þegar foreldrarnir eru af ólíku bergi brotnu.

Ein kona leitaði ráða þar sem hún var afskaplega óánægð með nafn dóttur sinnar eftir að hafa leyft eiginmanninum að ráða nafninu. Hjónin höfðu rætt nafnavalið í þaula á meðgöngunni en ekki komist að samkomulagi. Maðurinn er sænskur en hún bandarísk og þau búa saman í Evrópu.

„Ég hef bara aldrei fundið tengingu við þetta nafn. Við náðum aldrei að vera sammála um möguleg nöfn á barnið og að lokum varð ég svo stressuð að ég leyfði honum bara að velja nafnið. Ég bókstaflega gafst upp en sé eftir því í dag,“ sagði móðirin á samfélagsþræðinum Reddit en hún hafði stungið upp á ýmsum nöfnum en maðurinn hennar hatað þau öll.

„Hann valdi að nefna hana Selmu. Ég hata það ekki en elska það ekki heldur.“

„Fjölskylda mín gerði strax grín að nafninu enda er Selma borg í Alabama og þekkt fyrir mannréttindagöngur á sjöunda áratugnum.“

Í athugasemdakerfinu lýsa margir yfir velþóknun sinni á nafninu. 

„Mér finnst Selma vera mjög fallegt nafn. Hins vegar finnst mér að báðir foreldrar verða að samþykkja fyrra nafn barns,“ skrifaði einn.

„Selma er frábært nafn en ég skil að það situr í þér allt ferlið í kringum nafnavalið.“

„Ég er bandarísk og datt ekki Alabama í hug fyrr en þú minntist á það. Mér varð hins vegar hugsað til Selmu Blair og Salma Hayek sem eru frábærar leikkonur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert