Á von á sínu fyrsta barni 43 ára

Joanne Froggatt úr Downton Abbey á von á barni.
Joanne Froggatt úr Downton Abbey á von á barni. Skjáskot/Imdb

Breska leikkonan Joanne Froggatt á von á sínu fyrsta barni 43 ára gömul. Froggatt er þekktust fyrir að leika þjónustustúlkuna Önnu Bates í búningadramanu Downton Abbey. 

Froggatt kom fólki á óvart þegar hún mætti á rauða dregilinn í Lundúnum með óléttukúlu að því fram kemur á vef Daily Mail. Leikkonan geislaði og hélt um barnið í bumbunni. 

Downton Abbey-stjarnan hefur ekki staðfest hver faðir barnsins er en hún sást með leynilegum manni í ágúst í fyrra. Vinir leikkonunnar voru spenntir fyrir hennar hönd og vonuðu að þetta væri sá eini rétti. Froggatt lenti í ástarsorg þegar hún og eiginmaður hennar, James Cannon, ákváðu að skilja. Hjónabandinu lauk rétt fyrir heimsfaraldur en þau höfðu verið gift í átta ár.  

Leikarahópur Downton Abbey.
Leikarahópur Downton Abbey. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert