Harpa Kára mætti með alla fjölskylduna

Guðmundur Böðvar og Harpa Káradóttir með börnunum.
Guðmundur Böðvar og Harpa Káradóttir með börnunum. Ljósmyndari/Thelma Arngrímsdóttir

Ný ís­lensk barnasería um fjár­hund­inn Lubba, titluð Lubbi finn­ur mál­bein, var frumsýnd á dögunum við góðar undirtektir yngstu kynslóðarinnar. Serían er aðgengileg í Sjón­varpi Sím­ans Premium. 

Þáttaröðin sem byggð er á sam­nefndri bók er skemmti­leg og fræðandi og mun hjálpa börn­um að læra ís­lensku mál­hljóðin á skemmti­leg­an og aðgengi­leg­an hátt.

Lubbi er ís­lensk­ur fjár­hund­ur sem er þekkt­ur fyr­ir að gelta kröft­ug­lega með „voff voff“, en hann dreym­ir um að læra að tala ís­lensku. Lubbi býður öll­um börn­um í æv­intýraferð um Ísland þvert og endi­langt í leit að 35 mál­bein­um sem hjálpa hon­um að læra ís­lensku mál­hljóðin.

Þáttaröðin er fram­leidd af Ketchup Creati­ve og byggð á bók eft­ir Eyrúnu Ísfold Gísla­dótt­ur og Þóru Más­dótt­ur. Söngvís­ur í þátt­un­um eru eft­ir Þór­ar­inn Eld­járn.

Emil, Lilja og Elfa skemmtu sér vel á sýningunni.
Emil, Lilja og Elfa skemmtu sér vel á sýningunni. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Sindri Jóhannsson og María Rós Kristjánsdóttir.
Sindri Jóhannsson og María Rós Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Ingileif Friðriksdóttir. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
María Rós Kristjánsdóttir, Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir.
María Rós Kristjánsdóttir, Eyrún Ísfold Gísladóttir og Þóra Másdóttir. Ljósmyndari/Thelma Arngrímsdóttir
Arnfinnur Sigmundsson (Addi Naflakusk) og María Rós Kristjánsdóttir.
Arnfinnur Sigmundsson (Addi Naflakusk) og María Rós Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Sýningin var vel sótt og Lubbi sló í gegn.
Sýningin var vel sótt og Lubbi sló í gegn. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
Stuð í bíó sal.
Stuð í bíó sal. Ljósmynd/Thelma Arngrímsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert