Móðir í annað sinn örfáum mánuðum eftir legnám

Fjölskyldan er í skýjunum.
Fjölskyldan er í skýjunum. Skjáskot/Instagram

Leikarahjónin John Mulaney og Olivia Munn eignuðust sitt annað barn saman nýverið. Fyrir eiga þau soninn Malcolm Hiệp sem kom í heiminn í nóvember 2021.  

Munn tilkynnti gleðitíðindin í færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag og birti fallega myndaseríu af nýjasta fjölskyldumeðlimnum. Barnið, sem er stúlka, fæddist með aðstoð staðgöngumóður. 

„Ég upplifði allskonar tilfinningar“

„Méi June Mulaney kom í heiminn þann 14. september 2024, á ári drekans. 

Ég upplifði allskonar tilfinningar yfir því að geta ekki gengið með dóttur mína. Þegar ég hitti staðgöngumóður okkar í fyrsta sinn þá ræddum við saman móðir til móður. Hún sýndi mér mikinn skilning og ég vissi í hjarta mínu að ég hefði fundið raunverulegan engil. Engin orð geta lýst þakklæti mínu. Hún hélt barninu okkar öruggu í níu mánuði og lét langþráðan draum okkar rætast.

Ég er svo stolt af litlu plómunni minni, litla drekanum mínum sem lagði upp í þessa miklu vegferð til þess að koma til okkar. 

Méi (borið fram may) þýðir plóma á kínversku,“ skrifaði nýbakaða móðirin við færsluna.

Greindist með Luminal B-krabbamein

Síðustu mánuðir hafa reynst Munn afar erfiðir.

Á síðasta ári greindist leikkonan með Luminal B-krabbamein í báðum brjóstum og gekkst undir tvöfalt brjóstnám aðeins 30 dögum eftir greiningu. Munn ákvað í framhaldi að láta fjarlægja leg, eggjastokka og eggjaleiðara í þeirri von um að minnka líkurnar á að meinið taki sig upp aftur.

View this post on Instagram

A post shared by o l i v i a (@oliviamunn)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert