Ganga í það heilaga í dag

Geor­ge Cloo­ney og tilvonandi eiginkona hans, Amal Alamudd­in í Feneyjum …
Geor­ge Cloo­ney og tilvonandi eiginkona hans, Amal Alamudd­in í Feneyjum í gær. AFP

Leik­ar­inn og hjar­ta­knús­ar­inn Geor­ge Cloo­ney mun ganga að eiga unn­ustu sína, breska lög­fræðing­inn Amal Alamudd­in í dag. Stór­stjörn­ur, ljós­mynd­ar­ar og fjöl­miðlamenn eru sam­an­komn­ir í Fen­eyj­um í dag til að fylgj­ast með brúðkaup­inu. 

Ekki hef­ur verið ná­kvæm­lega staðfest hvar og hvenær brúðkaupið mun fara fram, en sam­kvæmt fjöl­miðlum vest­an­hafs mun mótt­taka gesta að öll­um lík­ind­um fara fram á lúx­us­hót­el­inu Aman Canal Grande, þangað sem gest­ir geta kom­ist með vatna­leigu­bíl.

Meðal fyrstu gesta brúðkaups­ins sem komu til Fen­eyja í gær voru leik­ar­inn Matt Damon og súpermód­elið Cin­dy Craw­ford. Rande Ger­ber, eig­inmaður Craw­ford verður sam­kvæmt heim­ild­um slúðurmiðla svaramaður, og mun ná­inn vin­ur Cloo­ney, Walter Veltron, gefa brúðhjón­in sam­an.

Þá er talið að brúðar­kjóll Alamudd­in komi úr smiðju Söruh Burt­on sem hann­ar und­ir merki Al­ex­and­er McQu­een. Cloo­ney mun þá að öll­um lík­ind­um klæðast jakka­föt­um frá Gi­orgio Armani á stóra deg­in­um.

Í gær sáust Cloo­ney og Alamudd­in á ferð og flugi um Fen­eyj­ar ásamt fylgd­arliði sínu. 

George Clooney sást fyrr í dag ræða málin við Cindy …
Geor­ge Cloo­ney sást fyrr í dag ræða mál­in við Cin­dy Craw­ford og eig­in­mann henn­ar, Rande Ger­ber sem kem­ur til með að vera svaramaður. AFP
Vatnaleigubíll fyrir utan lúxushótelið Aman Canal Grande.
Vatna­leigu­bíll fyr­ir utan lúx­us­hót­elið Aman Canal Grande. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hristu af þér alla hræðslu og helltu þér í það sem þér langar mest að gera. Spennandi möguleikar á ferðalögum eða námi gætu boðist. Gerðu eitthvað óvenjulegt í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Hristu af þér alla hræðslu og helltu þér í það sem þér langar mest að gera. Spennandi möguleikar á ferðalögum eða námi gætu boðist. Gerðu eitthvað óvenjulegt í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar