Borgaraleg vígsla í Feneyjum í dag

Brúðhjónin George Clooney og Amal Alamuddin
Brúðhjónin George Clooney og Amal Alamuddin AFP

Breski mann­rétt­inda­lög­fræðing­ur­inn Amal Alamudd­in og banda­ríski leik­ar­inn Geor­ge Cloo­ney, sem gengu í hjóna­band í Fen­eyj­um á laug­ar­dag, munu í dag ganga frá hjú­skap­ar­heit­um sín­um við borg­ara­lega at­höfn í borg­inni.

Hjón­in hafa vakið mikla at­hygli í Fen­eyj­um enda hef­ur brúðkaup­inu verið fagnað í fjóra daga. Þau gista á Cipri­ani-hót­el­inu og bíður mik­ill fjöldi ljós­mynd­ara og aðdá­enda þar fyr­ir utan en von er á þeim út um há­degið að ít­ölsk­um tíma, um 10 að ís­lensk­um tíma.

Það er fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Róm­ar, Walter Veltroni, sem mun gefa þau sam­an í ráðhús­inu í Fen­eyj­um en þeir Cloo­ney eru mikl­ir vin­ir. 

Meðal þeirra sem fögnuðu brúðkaup­inu með Alamudd­in og Cloo­ney um helg­ina eru Matt Damon, Bill Murray, Cin­dy Craw­ford og eig­inmaður henn­ar Rande Ger­ber sem orðróm­ur er um að sé svaramaður leik­ar­ans.

Hjónin George Clooney og Amal Alamuddin fóru í siglingu í …
Hjón­in Geor­ge Cloo­ney og Amal Alamudd­in fóru í sigl­ingu í gær. AFP
Hamingjusöm hjón George Clooney og Amal Alamuddin
Ham­ingju­söm hjón Geor­ge Cloo­ney og Amal Alamudd­in AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Vertu viðbúinn stórfréttum og sperrtu eyrun við. Brynjaðu þig fyrir umhverfinu og skoðaðu vandlega hvað er þér fyrir bestu í stöðunni eins og hún er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
2
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Vertu viðbúinn stórfréttum og sperrtu eyrun við. Brynjaðu þig fyrir umhverfinu og skoðaðu vandlega hvað er þér fyrir bestu í stöðunni eins og hún er.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
2
Ingi­björg Sig­urðardótt­ir