Gefur grænt ljós á strippdansinn

Channing Tatum og Jenna Dewan-Tatum.
Channing Tatum og Jenna Dewan-Tatum. AFP

Hinn 34 ára Channing Tatum leikur stripparann Mike Lane í væntanlegri framhaldsmynd, MagicMike XXL, en eiginkona hans, Jenna Dewan-Tatum, fær að sjá öll dansatriði myndarinnar áður en Tatum stígur fram fyrir kvikmyndatökuvélarnar.

„Danshöfundarnir og Jenna eru virkilega góðir vinir þannig að ég æfi dansinn með þeim og svo fer ég heim og fæ samþykki Jennu,“ sagði Tatum í viðtali sem birtist í People-tímaritinu.

Um tvítugt starfaði Tatum sem strippari á næturklúbbi en kvikmyndin MagicMike er einmitt byggð á hans persónulegu reynslu. Tatum segir eiginkonu sína elska kvikmyndina um Mike Lane og vera sátta við fortíð hans. „Við erum komin yfir þetta. Ég er bara að segja frá lífi mínu og hún skilur það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir