Hjónabandið er lygi segir lögmaður

Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon
Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon AFP

Bobby Brown, sem hef­ur verið við hlið dótt­ur sinn­ar, Bobbi Krist­inu Brown, frá því hún var flutt meðvit­und­ar­laus á sjúkra­hús á laug­ar­dag, seg­ir ekk­ert hæft í því að hún sé gift fóst­ur­bróður sín­um, Nick Gor­don. 

Bobbi Krist­ina Brown hef­ur ekki enn kom­ist til meðvit­und­ar og er enn í lífs­hættu en Gor­don og fé­lagi hans fundu hana meðvit­und­ar­lausa í baðkari á heim­ili henn­ar á laug­ar­dag.

Hún hélt því sjálf fram í síðasta mánuði að þau Gor­don hefðu gengið í hjóna­band og hef­ur síðan þá talað um eig­in­mann sinn en sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu sem lögmaður föður henn­ar hef­ur sent frá sér er Bobbi Krist­ina ekki gift og hef­ur aldrei gengið í hjóna­band með Nick Gor­don.

Sam­kvæmt frétt­um banda­rískra fjöl­miðla er enn ýms­um spurn­ing­um ósvarað um hvað gerðist á laug­ar­dag og að sögn lög­manns föður henn­ar er unnið að rann­sókn máls­ins.

Ástar­sam­band henn­ar og Gor­dons hef­ur vakið spurn­ing­ar hjá ýms­um en Gor­don var ætt­leidd­ur af móður Bobbi Krist­inu, Whitney Hou­st­on, þegar hann var tólf ára gam­all og þau voru alin upp sam­an eft­ir það. Þau eru hins veg­ar ekki blóðtengd.

LA Times

People

Frá heimili Bobbi Kristina Brown,
Frá heim­ili Bobbi Krist­ina Brown, EPA
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Draumkennd orka fylgir deginum. Þú getur tengst dýpri lögum með því að hlusta inn á við. Sköpun og hugleiðing hjálpa þér að skilja hvað skiptir máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Draumkennd orka fylgir deginum. Þú getur tengst dýpri lögum með því að hlusta inn á við. Sköpun og hugleiðing hjálpa þér að skilja hvað skiptir máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Abby Ji­menez
4
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir