Kanna áverka á líkama Bobbi

Bobbi Kristina Brown.
Bobbi Kristina Brown. Getty Images

Bobbi Kristina Brown berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi í Atlanta. Ýmsar sögur fara af ástandi hennar og hafa fréttamiðlar meðal annars greint frá því að slökkt hafi verið á vélunum sem halda henni á lífi og að ættingjar hennar hópist á sjúkrahúsið til að kveðja hana.

Samkvæmt heimildum CNN fundust áverkar á ungu konunni sem þarfnast nánari skýringar.

Lögregla er sögð beina athygli sinni að uppeldisbróður hennar Nick Gordon en parið hélt því fram að þau væru gift. Komast þarf að því af hverju unga konan fannst meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu en andlit hennar sneri niður í vatnið.

Bobbi Kristina er aðeins 21 árs. Hún sýndi engin viðbrögð, andaði ekki og hjartað var hætt að slá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ástvinir og maki eru þér mikilvægari en venjulega í dag. Mundu að kurteisi, auðmýkt og virðing er nauðsynleg til að njóta velvilja annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Anna Sundbeck Klav
5
Tove Alsterdal