Rannsóknin beinist að kærastanum

Bobbi Kristina Brown ásamt unnusta sínum, Nick Gordon í byrjun …
Bobbi Kristina Brown ásamt unnusta sínum, Nick Gordon í byrjun janúar á þessu ári. EPA

Rann­sókn lög­reglu á því hvers vegna Bobbi Krist­ina Brown, dótt­ir Whitney Hou­st­on og Bobbys Brown, fannst rænu­laus í baðkari fyr­ir rúmri viku, bein­ist nú að unn­usta henn­ar og upp­eld­is­bróður, Nick Gor­don.

CNN seg­ist hafa heim­ild­ir fyr­ir því að áverk­ar hafi fund­ist á lík­ama henn­ar. Enn hef­ur ekki verið upp­lýst hverj­ir þeir eru. Bobbi Krist­ina, sem er 21 árs, ligg­ur þungt hald­in á sjúkra­húsi. Henni er haldið sof­andi og er í önd­un­ar­vél. 

Stúlk­an fannst á kafi í vatni í baðkari í íbúð sinni í Atlanta hinn 31. janú­ar. Hún var meðvit­und­ar­laus. „Þá mein­um við að hún andaði ekki, hafði eng­an hjart­slátt,“ seg­ir talsmaður Rowell-lög­regl­unn­ar við CNN.

Ekki er enn vitað hvort  hún muni nokkru sinni kom­ast til meðvit­und­ar. Á næstu dög­um mun koma í ljós hvort hún hlaut heila­skemmd­ir. 

Í frétt CNN er haft eft­ir heim­ild­ar­manni sem teng­ist fjöl­skyld­unni að stúlk­an hafi opnað aug­un í stutta stund á mánu­dag en svo fengið flogakast sama dag.

Ætt­ingj­ar Bobbi Krist­inu eru nú marg­ir hverj­ir komn­ir til Atlanta. Þeirra á meðal er amma henn­ar, Cis­sy Hou­st­on. Þá er faðir henn­ar, Bobby Brown, við hlið dótt­ur sinn­ar á sjúkra­hús­inu.

Bobbi Krist­ina andaði ekki er unnust­inn, Gor­don, og vin­ur hans fundu hana meðvit­und­ar­lausa í baðkar­inu. And­lit henn­ar snéri að botni baðkars­ins, sam­kvæmt heim­ild­um CNN. Þeir segj­ast hafa reynt end­ur­lífg­un, m.a. hjarta­hnoð, þar til sjúkra­lið kom á staðinn.

Frétt mbl.is: Í ástar­sam­bandi við upp­eld­is­bróður

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Einhvern veginn ertu að missa tökin og verður að taka þig á ef hlutirnir eiga ekki að renna út í sandinn hjá þér. Myndir, ilmur og framandi hreimur fylla þig forvitni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Einhvern veginn ertu að missa tökin og verður að taka þig á ef hlutirnir eiga ekki að renna út í sandinn hjá þér. Myndir, ilmur og framandi hreimur fylla þig forvitni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Mar­grét Sig­urðardótt­ir
4
Maria Fallström