Nágranni hringdi í lögreglu vegna slagsmála

Bobbi Kristina Brown ásamt unnusta sínum, Nick Gordon í byrjun …
Bobbi Kristina Brown ásamt unnusta sínum, Nick Gordon í byrjun janúar á þessu ári. EPA

Bobbi Krist­ina Brown, dótt­ir Whitney Hou­st­on og Bobbi Brown, fannst meðvit­und­ar­laus í baðkari í lok janú­ar á heim­ili sínu í Atlanta. Málið er til rann­sókn­ar hjá yf­ir­völd­um í Atlanta en unnusti Bobbi Krist­inu, Nick Gor­don, er sagður liggja und­ir grun vegna áverka sem voru á lík­ama og and­liti henn­ar þegar hún fannst. Við rann­sókn máls­ins hef­ur þá komið í ljós að ná­granni þeirra hafði hringt í lög­reglu um viku áður en Bobbi Krist­ina fannst meðvit­und­ar­laus.

Þann 23. janú­ar hringdi ná­granni þeirra Bobbi Krist­inu og Gor­don í lög­reglu. Maður­inn sem hringdi sagði að fólk væri að slást í íbúð Bobbi Krist­inu en hann greindi ekki frá því hversu marg­ir væru að slást. Upp­tök­unni af sím­tal­inu hef­ur nú verið lekið í fjöl­miðla sam­kvæmt heim­ild­um Sky News.

„Krissi myndi aldrei gera sér þetta sjálf“

Viðtal við frænku Bobbi Krist­inu, Leolah Brown, var þá sýnt í dag á Atlanta-sjón­varps­stöðinni Fox 5. Leolah vildi ekki tjá sig um þá áverka sem fund­ust í Bobbi Krist­inu en hún kvaðst ekki hafa mikið álit á Gor­don.

„Ég hef mín­ar ástæður,“ sagði Leolah sem greindi frá því að hún teldi að Gor­don bæri ábyrgð á ástandi Bobbi Krist­inu. „Ég vona að hann verði sak­felld­ur...sem fyrst. Krissi [Bobbi Krist­ina] myndi aldrei gera sér þetta sjálf. All­ir í fjöl­skyld­unni vita það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Orka dagsins hvetur til listar. Skrif, samtöl eða hugmyndir eiga greiðari leið út. Ekki bíða eftir samþykki, leyfðu rödd þinni að heyrast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Orka dagsins hvetur til listar. Skrif, samtöl eða hugmyndir eiga greiðari leið út. Ekki bíða eftir samþykki, leyfðu rödd þinni að heyrast.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir