Bobbi Kristina lenti í bílslysi

Ýmislegt virðist hafa gengið á í lífi Bobbi Kristinu Brown.
Ýmislegt virðist hafa gengið á í lífi Bobbi Kristinu Brown. © Twitter

Bobbi Kristina Brown missti stjórn á bíl sínum hinn 27. janúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann hafnaði á annarri bifreið sem kom á móti. Slysið varð þegar eitt dekk bifreiðar Bobbi Kristinu sprakk. Tveimur dögum seinna fannst unga konan meðvitundarlaus í baðkari á heimili sínu.

Farþegi í bíl hennar og ökumaður hins bílsins voru fluttir á sjúkrahús í kjölfarið og fannst nagli í dekki bifreiðarinnar.

Lögregla var kölluð að heimili ungu konunnar 23. janúar sl. vegna slagsmála fyrir utan húsið. Þá kom lögregla einnig að húsinu 8. júlí á síðasta ári. Gordon, uppeldisbróðir og ástmaður Bobbi Kristinu, sagði lögreglu að hún væri meðvitundarlaus eftir að hafa dottið í gólfið. Lýsti hann atvikinu á þann veg að hún hefði fengið flog. Hún sagði lögreglu aftur á móti að það væri ólíklegt, hún hefði aldrei fengið kast af þessu tagi.

Bílslysið í síðasta mánuði var ekki það fyrsta sem Bobbi Kristina lenti í. Ástmaður hennar hefur nokkrum sinnum komist í kast við lögin vegna brota á umferðarlögum.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hafðu hugfast að þarfir fólks eru mismunandi svo það sem er þér fyrir bestu þarf ekki að eiga við um aðra. Mundu að það er stundum í lagi að vera eigingjarn og hugsa fyrst um eigið skinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir