Lét húðflúra nafn Bobbi Kristinu á handlegginn

Nick Gordon, kærasti Bobbi Kristina Brown, fékk sér þetta húðflúr.
Nick Gordon, kærasti Bobbi Kristina Brown, fékk sér þetta húðflúr.

Nick Gor­don, kær­asti Bobbi Krist­inu Brown, hef­ur nú látið húðflúra nafn kær­ustu sinn­ar á hand­legg sinn. Gor­don hef­ur verið meinaður aðgang­ur af spít­al­an­um þar sem Bobbi Krist­ina dvel­ur og hann hef­ur því ekki séð hana síðan hún komst und­ir lækn­is­hend­ur fyr­ir um tveim­ur vik­um. Hann hef­ur þó verið dug­leg­ur að birta skila­boð á sam­fé­lags­miðlum um ástand Bobbi Krist­inu en nýj­asta færsl­an er mynd af húðflúr­inu sem hann fékk sér til heiðurs henn­ar.

Bobbi Krist­ina fannst meðvit­und­ar­laus á heim­ili sínu fyr­ir rúm­um tveim­ur vik­um og á and­liti henn­ar voru áverk­ar. Málið er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu og Gor­don er sagður liggja und­ir grun, þess vegna hef­ur hon­um verið meinaður aðgang­ur að kær­ustu sinni.

„Takk fyr­ir bæn­ir ykk­ar. Hún er sterk mann­eskja og mun ná sér. Haldið áfram að biðja fyr­ir henni,“ skrifaði Gor­don. 

Dótt­ir Hou­st­on meðvit­und­ar­laus í baðkari

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Oft var þörf en nú er nauðsyn að halda sig á mottunni, hvað fjárútlát varðar. Tilfinningarnar skyggja á skynsemina. Hafðu rökhugsunina í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Oft var þörf en nú er nauðsyn að halda sig á mottunni, hvað fjárútlát varðar. Tilfinningarnar skyggja á skynsemina. Hafðu rökhugsunina í lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Hug­rún Björns­dótt­ir
3
Eva Björg Ægis­dótt­ir
4
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
5
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir