Lupita Nyong'o þótti bera af í fatavali á Óskarsverðlaunahátínni í sérsaumuðum Calvin Klein kjól með 6.000 handsaumuðum perlum sem fór ekki fram hjá neinum.
Nú er hinsvegar uppi fótur og fit í tískuheiminum því kjólnum hefur verið stolið.
Kjóllinn er yfir 20 milljóna króna virði og var stolið af hótelherbergi Nyong'o á þriðjudaginn samkvæmt TMZ. Lögreglu yfirvöld í Los Angeles fara nú í gegnum upptökur úr öryggismyndavélum og finna vonandi þrjótinn og kjólinn í heilu lagi ef tískuguðirnir lofa.