Frí meðferð í staðinn fyrir viðtal

Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon.
Bobbi Kristina Brown og Nick Gordon. AFP

Þó það sé fagnaðarefni að Nick Gor­don, kær­asti Bobbi Krist­ina Brown, sé bú­inn að samþykkja að fara í meðferð, þá eru ekki all­ir ánægðir með hvaða leið hann fór að því að fara í meðferðina. Á þess­um orðum hefst frétt Music Times um full­yrðing­ar syst­ur Bobby Brown um að Nick Gor­don sæti lög­reglu­rann­sókn vegna til­raun­ar til mann­dráps.

Gor­don hótaði sjálfs­morði á Twitter í síðustu viku og í kjöl­farið bauðst Dr. Phil til að hjálpa hon­um með fíkn­ina. En það var ekki al­veg ókeyp­is. Dr. Phil sendi Gor­don í bestu meðferð sem hann fann en í staðinn þurfti Gor­don að veita viðtal í sjón­varpsþætti Dr. Phil. Leoloah Brown, syst­ir Bobby Brown sem er faðir Bobbi Brown, von­ar að viðtal­inu verði ekki sjón­varpað þann 11. mars þar sem verið er að rann­saka meinta morðtil­raun hans.

Frétt mbl.is: Full­yrðir að Gor­don sé und­ir rann­sókn

Frænka Bobbi Krist­ina full­yrti í opnu bréfi til Dr. Phil að hann sætti lög­reglu­rann­sókn vegna gruns um morðtil­raun.

„Nick Gor­don sæt­ir lög­reglu­rann­sókn vegna morðtil­raun­ar gegn syst­ur minni, Bobbi Krist­ina Brown. Við höf­um sterk sönn­un­ar­gögn. Þar til rann­sókn­inni er lokið af hálfu yf­ir­valda, óska ég eft­ir því að hvorki þú né nokk­ur ann­ar út­vegi þess­um ein­stak­ling vett­vang til þess að snúa aðstæðum sér í hag. Ef Nick Gor­don hef­ur ekki kjarkinn í að tala við bróður minn Bobby Brown og/​eða lög­reglu um hvað gerðist dag­inn sem frænka mín fannst í baðinu, þá á hann ekki skilið að hafa vett­vang til að ræða við neinn af þínum gæðaflokki þar til rann­sókn­inni hef­ur verið lokið, skrifaði Brown,“ skrifaði hún til Dr. Phil.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Taktu þau samt ekki of alvarlega, því viðkomandi vill efalaust taka þau aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Eyddu ekki óþarfa orku í að hugsa um það sem miður fór. Taktu þau samt ekki of alvarlega, því viðkomandi vill efalaust taka þau aftur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir