Channing Tatum snæddi á Grillmarkaðnum

Karitas sat á næsta borði við Tatum:
Karitas sat á næsta borði við Tatum:

Channing Tatum snæddi hádegisverð á Grillmarkaðnum í dag en eins og fram hefur komið í fyrri fréttum mbl.is kom leikarinn til landsins um klukkan níu í morgun.

Fjöldi mynda hefur nú skotið upp kollinum frá öðrum gestum Grillmarkaðarins sem sýna Tatum sitja að snæðingi. Svo virðist sem flestir hafi ákveðið að trufla ekki Tatum við hádegisverðinn og eru myndirnar yfirleitt teknar af nokkru færi eða í formi laumusjálfa (e. sneakselfie) þar sem ljósmyndarinn fangar sjálfan sig á mynd með Tatum í bakgrunninum.

Karitas Sveina Guðjónsdóttir er meðal þeirra sem náðu slíkri mynd en hún var á Grillmarkaðnum til að fagna afmælisdegi sínum. „Allar afmælisgjafir afþakkaðar, allar óskir mínar urðu að veruleika í dag,“ skrifar Karitas við myndina sem hún birti á Facebook og virðist morgunljóst að ófáir vildu glaðir hafa verið í hennar sporum. 


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir