Hver er þessi Channing Tatum?

Channing Tatum virðist ekki mótfallinn því að sitja fyrir á …
Channing Tatum virðist ekki mótfallinn því að sitja fyrir á myndum með aðdáendum og hafa fjölmargir fengið mynd af sér með kappanum síðan hann kom í gærmorgun.

Unga kynslóðin og þá sérstaklega kvenþjóðin heldur vart vatni yfir því að leikarinn Channing Tatum sé staddur hér á landi. Eftir því sem fólk færist fjær þrítugu í aldri virðist þekkingin á afrekum kyntröllsins hinsvegar fara minnkandi og eldri notendur samfélagsmiðla hafa lýst yfir furðu sinni á umstanginu. Því er ekki úr vegi að taka saman helstu staðreyndirnar um þennan mæta mann.

Frá Ricky Martin myndbandi til heimsfrægðar 

Channing Tatum er fæddur þann 26. Apríl 1980 í Alabama. Tatum var uppgötvaður sem fyrirsæta á götum Miami og vann í kjölfarið fyrir fjölda þekktra merkja s.s. Gap, American Eagle Outfitters og Abercrombie &Fitch. Fyrsta hlutverk hans fyrir framan kvikmyndavélina var hinsvegar í tónlistarmyndbandi Ricky Martin við lagið „She Bangs“.

Tatum hóf leiklistarferil sinn fyrir alvöru árið 2004 í litlu hlutverki í CSI: Miami. Árið eftir lék hann í sinni fyrstu kvikmynd, Coach Carter en árið 2006 sló hann í gegn sem hjartaknúsari þegar hann landaði aðalhlutverkum í dansmyndinni Step Up og gamanmyndinni She‘s the Man. Mótleikkona hans í Step Up var Jenna Dewan en út frá hlutverkum þeirra blossaði raunveruleg ást. Parið gekk í hjónaband árið 2009 og á saman dótturina Everly sem fæddist árið 2013.

Tatum á að baki spennumyndir á við G.I Joe: The Rise of Cobra og Public Enemy en hefur þó ekki óttast að sýna mýkri hliðar í dramatískum kvikmyndum á borð við Dear John og The Vow. Sem önnur aðalpersónan í gamanmyndunum 21 og 22 Jump Street sýndi Tatum enn og aftur að hann hefur ekki áhuga á því að fella sig að einni ákveðinni tegund kvikmynda og virðist raunar sem svo að honum sé slétt sama um hefðbundnar kröfur Hollywood.

Hjartaknúsari og kyntröll

Allt frá því að hann steig sín fyrstu spor sem ungur götudansari í Step Up hefur Tatum kitlað hjörtu kvenþjóðarinnar og eflaust einhverra karlmanna líka. The Vow og Dear John höfðu jafnframt sitt að segja um kvenhylli kappans en engin kvikmynd hefur haft viðlíka áhrif og Magic Mike sem byggir að hluta til á eigin reynslu Tatum sem fatafellu.

magic mike animated GIF

Tatum starfaði í um átta mánuði sem fatafella og erótískur dansari undir nafninu Chan Crawford, þá aðeins 18 ára gamall. „Þetta virtist vera skemmtilegt á þeim tíma og ég kom út óskaddaður. Þetta er ekkert sem ég skammast mín fyrir og ég er ekki mjög stoltur af þessu heldur. Ég vildi tala um það við upphaf ferils míns en blaðamannafulltrúinn minn vildi ekki leyfa mér það,“ sagði leikarinn um málið í viðtali við The Sidney Morning Herald árið 2010.

Svo fór að Tatum gerði kvikmynd byggða á reynslu sinni með hjálp leikstjórans Steven Soderbergh. Í kjölfarið var hann valinn kynþokkafyllsti maður heims af People tímaritinu og nú er önnur kvikmynd um töfra Mikka væntanleg og ber sú titilinn Magic Mike XXL. Tatum er metinn á um 50 milljónir Bandaríkjadala og framleiðir í auknum mæli eigin kvikmyndir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir