Rodriguez birti mynd frá Leifsstöð

Adam Rodriguez er ekki jafn þekktur og Tatum en nýtur …
Adam Rodriguez er ekki jafn þekktur og Tatum en nýtur þó mikillar hylli meðal kvenþjóðarinnar.

Bandaríski leikarinn Adam Rodriguez birti ljósmynd af sér í gær á Instagram frá Keflavíkurflugvelli þar sem hann bendir á Þotueggið utan við Leifsstöð. Í færslunni sem fylgir með myndinni spyr Rodriguez fylgjendur sína hvort þeir viti hvar hann er staddur og gefur þeim vísbendingu um að hann sé á flugvelli.

„[Ég er] á leiðinni út að jökli þar sem ég mun búa næstu vikuna,“ skrifar Rodriguez og segir að hitastigið á jöklinum verði 1 til 2 gráður á Fahrenheit (-16 á celsius) yfir daginn þar sem hann mun eyða vikunni. „Ég vil ekki einu sinni hugsa um hversu kaldar næturnar verða.“

Rodriguez er hér á landi ásamt hjartaknúsaranum Channing Tatum sem eytt hefur síðasta sólarhring í að sitja fyrir á myndum með ungum Íslendingum, ef eitthvað er að marka samfélagsmiðla. Rodriguez er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Eric Delko í sjónvarpsþáttunum CSI: Miami en hann hefur jafnframt leikið í kvikmyndunum Magic Mike og Magic Mike XXL ásamt Channing Tatum.

<a href="https://instagram.com/p/2jPanEn7YB/" target="_top">Anyone know where I'm standing? Hint: It's an airport. Headed out to a glacier to live for the next week. Smiling now cause at 32•F it's still warm! 1-2 degrees F (during the day!) where I'm headed. Don't even want to think about how cold it'll be at night. #adventure #challenge #stepoutofyourcomfortzone</a>

A photo posted by Adam Rodriguez (@_adam_rodriguez) on May 11, 2015 at 10:50am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir