Tatum og félagar komnir á Klaustur

Koma Channing Tatum hingað til lands hefur vakið mikla athygli.
Koma Channing Tatum hingað til lands hefur vakið mikla athygli. AFP

Channing Tatum, Adam Rodriguez og ferðafélagar þeirra eru á ferð um Suðurlandið og má leiða að því líkur að leið þeirra liggi inn að Vatnajökli. 

Heimsfrægir leikarar þurfa víst að nærast eins og aðrir og áði hópurinn því í Systrakaffi á Kirkjubæjarklaustri þar sem var vel tekið á móti þeim.

Unnur Helga Hjaltadóttir, þjónn í Systrakaffi, segir það hafa verið afar óvænt að fá leikarann inn um dyrnar en að öðru leiti hafi heimsóknin verið hin hefðbundnasta. „Við fengum símtal rétt fyrir opnum um að það væri að koma 14 manna hópur í mat hjá okkur. Svo mættu þeir bara hingað, þetta var ekkert mál,“ segir Unnur en viðurkennir að ákveðin spenna hafi gert vart við sig þegar Tatum gekk inn. „Maður fékk smá kitl í magann,“ segir hún og hlær.

Starfsfólk staðarins bað Tatum um að sitja fyrir á myndum með sér og segir Unnur að hann tekið þeim óskum vel. Á myndinni hér að neðan sem Systrakaffi deildi á Facebook má sjá eigendur Systrakaffis, þau Auði og Guðmund Vigni, auk þess sem það glittir í Unni ef vel er að gáð.

Fyrir áhugasama má þess geta að Tatum snæddi ostborgara og ostapítsu að hætti Systrakaffis. 

Fengum að vanda Channing Tatum í heimsókn til okkar í dag.

Posted by Systrakaffi on Tuesday, May 12, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir