Segir Houston hafa kallað dóttur sína til himna

Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni, Whitney Houston.
Bobbi Kristina Brown ásamt móður sinni, Whitney Houston. mbl.is/Cover Media

Banda­ríski tón­list­armaður­inn Bobby Brown seg­ir næsta víst að hlut­irn­ir hefðu orðið öðru­vísi ef hann hefði verið hjá dótt­ur sinni, Bobbi Krist­ina, dag­ana áður en hún fannst meðvit­und­ar­laus á heim­ili sínu í Atlanta.

Brown hef­ur nú rætt um dauða dótt­ur sinn­ar í fyrsta sinn frá því að hún lést í júlí. „Ef ég hefði getað verið þarna tveim­ur dög­um fyrr þá hefði þetta ekki gerst.,“ sagði Brown í spjallþætt­in­um The Real á Fox-sjón­varps­stöðinni. 

Bobbi Krist­ina var eina dótt­ir Browns og Whitney Hou­st­on. Bobbi Krist­ina hlaut al­var­leg­ar heila­skemmd­ir en hún fannst meðvit­und­ar­laus í baðkari á heim­ili sínu í janú­ar. 

Brown seg­ist hafa vonað í marga mánuði að hún myndi lifa.

„Við biðum fyr­ir henni og vonuðum það besta í hálft ár, en þegar guð kall­ar, þá kall­ar hann.“ Brown sagði að hann héldi að Hou­st­on hefði verið til­bú­in að fá dótt­ur sína til himna. 

„Ég er nokkuð viss um að móðir henn­ar var...hafði eitt­hvað hlut­verk, „kom­um henni hingað upp“,“ sagði Brown en Hou­st­on lést fyr­ir nokkr­um árum. „Henni hef­ur ekki liðið vel, býst ég við. Svo hún kallaði dótt­ur mína til sín.“

Frétt Sky.

Bobbi Kristina.
Bobbi Krist­ina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Draumkennd orka fylgir deginum. Þú getur tengst dýpri lögum með því að hlusta inn á við. Sköpun og hugleiðing hjálpa þér að skilja hvað skiptir máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Draumkennd orka fylgir deginum. Þú getur tengst dýpri lögum með því að hlusta inn á við. Sköpun og hugleiðing hjálpa þér að skilja hvað skiptir máli.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Eva Björg Ægis­dótt­ir
3
Anna Rún Frí­manns­dótt­ir
4
Abby Ji­menez
5
Ragn­heiður Jóns­dótt­ir