Fólk sem í sakleysi sínu var að stunda líkamsrækt um daginn rak upp stór augu og sperrti eyrun þegar háværar stunur tóku að berast um salinn í World Class um. Ungur maður var að taka vel á því og svo vel raunar að það ómaði um alla líkamsræktarstöðina.
Áttan er snúin aftur á mbl.is og Nökkvi skellti sér í ræktina á meðan Egill sá um að mynda svipbrigðin á fólki þegar Nökkvi tók að stynja af talsverðri innlifun. Sumum var skemmt en öðrum ekki. Erfitt er þó að ráða í svipbrigði fyrrverandi ráðherrans sem var mættur í World Class.
Lærdómurinn af þessu öllu saman er þó líklega að fólki er ráðlegast að halda stununum fyrir sjálft sig á almannafæri.
Á næstu vikum mun Áttufólk hressa fólk við í skammdeginu á mbl.is.