Áttan fór á fund með stjórn Krafts í gær. Stjórnin stóð í þeirri meiningu að Áttan myndi kynna hvernig myllumerkið #shareyourscar gæti fengið aukna dreifingu. Fundurinn hófst á óundirbúnum fyrirlestri sem Nökkvi fór með fyrir stjórnina. Fyrirlesturinn var gerður af öðrum meðlimum Áttunnar og vissi Nökkvi ekkert hvað hann var að fara útí. Þessi kynning var því algerlega óskiljanleg og eðlilega skilur stjórn Krafts hvorki upp né niður í þessu.