Í gær sást til nokkurra þeirra kagga sem notaðir verða við tökur á hasarmyndinni Fast 8 á Mývatni.
Bílunum hafði verið komið fyrir á flutningabíl sem var á leið með þá norður en myndirnar voru teknar nálægt Sundahöfn.
Svo virðist sem eins konar skriðdrekar verði notaðir við tökurnar í bland við hefðbundnari tryllitæki.
Samkvæmt áætlunum munu kvikmyndatökur standa yfir í um átta vikur á Mývatni.
Frétt mbl.is: Bílarnir úr Fast and the Furious 8