Frá Akranesi til Kúbu

Ein þyrlanna sem notuð er við tökur á flugi í …
Ein þyrlanna sem notuð er við tökur á flugi í Havana. AFP

Tökur á áttundu kvikmyndinni í The Fast and The Furious bálkinum, Fast 8, eru nú hafnar að nýju á eyju víðsfarri Íslandi. Tökur á myndinni stóðu yfir á Mývatni og Akranesi síðustu vikur en tökuliðið hefur nú fært sig á hlýrri slóðir, nefnilega til Kúbu.

Fast 8 varð þannig formlega fyrsta bandaríska kvikmyndin til þess að vera tekin upp í Kúbu frá því að Bandaríkin komu á viðskiptabanni í eyríki Fidel Castro á sjöunda áratugnum.

Vegfarendur virða fyrir sér bíla sem notaðir verða í myndinni.
Vegfarendur virða fyrir sér bíla sem notaðir verða í myndinni. AFP

Samkvæmt Havana Times hafa Kúbverjar flykkst að tökustöðum til þess að berja bílana og leikarana augum og hvorki aukin umferð né sá möguleiki að þeir endi óvart sem statistar í myndinni virðast trufla innfædda.

Fast 8 verður fyrsta myndin í þríleik sem ætlað er að loka bálkinum. Áætlað er að tíunda og síðasta kvikmyndin komi út á tuttugu ára afmæli hans, árið 2021.

Framleiðendur myndarinnar fóru til Kúbu í fyrra til að leita …
Framleiðendur myndarinnar fóru til Kúbu í fyrra til að leita uppi gamla bíla. AFP
Þær eru í mismunandi ásigkomulagi, glæsikerrurnar.
Þær eru í mismunandi ásigkomulagi, glæsikerrurnar. AFP
En það eru húsin í bakgrunni svo sem líka.
En það eru húsin í bakgrunni svo sem líka. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert ánægður með að fá það til baka sem þú hefur lánað og þetta kennir þér að lána ekki hluti sem þér eru kærir. Makinn mun koma þér á óvart næstu daga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofia Rutbäck Eriksson
2
Torill Thorup
3
Sarah Morgan
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Loka